Snjalltæki ( spjaldtölvur og símar) og rafbækur

Hér fyrir ofan er 20 mín. fyrirlestur (Salvör 2017) um snjalltæki  og hver þróunin hefur verið frá bók á pappír yfir í  rafbók sem hægt er að fletta eins og venjulegri bók en einnig að birta þar margmiðlunarefni og hafa tengla yfir annað efni á vefnum og hoppa til og frá um bókina. Tekið er dæmi um engissprettu og bókaorm. Einnig er farið yfir SAMR líkanið hvernig  breytingarnar verða smán saman, fyrst er rafbókin sett upp eins og pappírsbókin en smán saman förum við að geta gert annað í rafbókum. Við getum tengt þær við hljóð og lifandi myndir og innfellt annað efni og líka byggt inn leiðarkerfi sem er ekki eins og blaðsíður í bók heldur er ólínulegt og tengist á marga vegu.
Hér eru glærurnar með þessum fyrirlestri.

Við getum í dag búið til gagnvirkar margmiðlunarbækur í verkfærum eins og Book Creator og vil getum látið nemendur gera sjálfir slíkar bækur með eigin texta og myndum sem hluta af sínum námsverkefnum.

Þau verkfæri sem við höfum í dag gera okkur kleift að gera allt annars konar verk en bækur  á pappír. Við getum t.d. búið til rafbækur sem eru eins og ævintýraleikur þar sem söguhetjan (lesandinn) ákveður hvaða leið hann vill fara í gegnum söguna.

Um TPACK og SAMR.
Þetta eru tvö líkön til að skilja og greina tækniþróun í skólastarfi.

Lausnaleitarnám