Hljóðbækur

Salvör Gissurardóttir tók saman í febrúar 2020, uppfært 2023

Á síðustu árum hafa sprottið upp ýmsar hljóðbókaveitur. Núna er algengast að fólk hlusti á hljóðbækur á nettengdum símum eða spjaldtölvum með sérstökum öppum sem hlaða niður eða streyma hljóðskrám. Hljóðskrár taka miklu meira pláss í minni en sama bók á textaformi. Það er því algengt að fólk hlusti á hljóðefni beint á vefnum (streymisveita) eða hlaði niður hljóðbók og hendi svo hljóðskránum þegar búið er að lesa bókina.

Tenglar um þróun hljóðbóka (e. audiobooks)

Sjá meira um stöðu hljóðbóka í heiminum kringum 2020 í greinunum
Audiobooks: The rise and rise of the books you dont read (BBC vefur í janúar 2020)
Easy listening: the rise of the audiobook (Guardian 2018)

Umfang hljóðbókaútgáfu á Íslandi

Hljóðbókaútgáfa á íslensku hefur aukist mjög á undanförnum árum. Á árinu 2019 voru gefnar út 400 hljóðbækur á Íslandi. (heimild Mbl.is).

Hljóðbækur sem sem þjónusta fyrir sérstaka hópa

Upphaflega var hljóðbókaútgáfa á Íslandi aðallega sem nauðsynleg þjónusta fyrir þá sem gátu ekki lesið prentað mál en nú stefnir allt í að hljóðbækur verði vinsælt og útbreitt miðlunarform fyrir alla og verði vinsælla en prentaðar bækur og taki yfir þeirra sess.
Hljóðbókasafn Íslands á langa sögu en það lánar hljóðbækur til fólks sem ekki getur nýtt sér prentað efni. Safnið hét áður Blindrabókasafnið og var í fyrstu fyrst og fremst þjónusta við blinda og sjónskerta en núna eru mun fleiri sem hafa rétt á að nýta sér safnið. Menntamálastofnun gefur út fjölda hljóðbóka, það eru þá oftast námsefni sem hefur áður verið gefið út á prentuðu formi en er einnig sett fram sem hljóðskrár til að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að nýta sér prentefni.

Útgáfuform hljóðbóka

Ýmis konar form er á hljóðbókaútgáfu, bæði eru hljóðbækur gefnar út og seldar til kaupenda sem geta hlaðið þeim niður en einnig færist í vöxt ýmis konar áskriftarþjónusta þar. Vefurinn hljodbok.is selur hljóðbækur sem kaupendur geta hlaðið niður en vefurinn hlusta.is selur mánaðarlega áskrift að hljóðbókasafni sínu.

Hefðbundin bókaforlög sem gefa út prentaðar bækur og rafbækur gefa oft einnig út hljóðbækur. Sjá t.d. hérna síðu hjá Forlaginu með hljóðbókum.

Storytel verður vinsælt

Hljóðbókaútgáfan Storytel hefur vaxið mjög mikið á undanförnum árum og breytt töluvert landslaginu varðandi hljóðbækur. Storytel er upphaflega sænskt fyrirtæki er núna starfandi í mörgum löndum og býður upp á áskriftarþjónustu sem er vinsæl og ódýr. Notendur geta hlustað beint af vef Storytel en líka hlaðið niður bókinni til að hlusta ef þeir eru ekki nettengdir t.d. á ferðalögum.
Slóð á Storytel https://www.storytel.com/is/is/
Hægt er að prófa frítt í 14 daga.
Aðeins er hægt að hlusta á bækur í Storytel appinu en það er til fyrir iPad, iPhone og Android síma og snjalltæki. Það er hægt að velja bækur og halda utan um eigin bókahillu í vefaðgangi en Storytel er þó fyrst og fremst miðað við síma og spjaldtölvur.

Dæmi um bókahillu í Storytel eins og hún lítur út í vefaðgangi. Þar eru bækur sem notandi hefur valið og er annað hvort búinn að lesa eða ætlar að lesa.

Hér segir Jonas Tellander stofnandi Storytel frá fyrirtækinu og hljóðbókaútgáfu þess.

Hljóðbækur í almenningseign eða með opnu höfundaleyfi

Það nýtist skólakerfinu vel að hafa aðgang að hljóðbókum og hljóðefni sem má afrita, endurblanda og breyta að vild. Sem dæmi um slíkt hljóðbókasafn er https://librivox.org/

Það er því miður ekki til slíkt safn á íslensku en einstaklingar hafa sumir lesið upp bækur sem komnar eru úr höfundarrétti og gefið út með opnum höfundarleyfum öllum til afnota.

Tenglar (útvarp)

https://www.bbc.co.uk/sounds BBC hljóðútsendingar

https://www.ruv.is/utvarp/ RÚV útvarp

https://radio.nrk.no/ Norska ríkisútvarpið